News RSS

Frá í mars hefur húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg verið bráðabirgðastöð Slökkviliðs höfuborgarsvæðisins. Áhafnir sjúkrabíls hafa haft þar aðsetur til að hindra smit á milli áhafna sjúkrabifreiða. Í gær kvaddi slökkviliðið og þakkaði kærlega fyrir sig. Er ánægjulegt að hafa getað lagt lið með þessum hætti.

Lesa meira

Jólatrjáasalan er hafin á Flugvallarveginum. Úrvalið er að venju mikið og trén hvert öðru fallegri, bæði íslensk og dönsk. Hægt er að velja á milli íslenskrar stafafuru, rauðgrenis og blágrenis og svo er hinn sígildi normannsþinur auðvitað einnig til í ýmsum stærðum og gerðum. Einnig má finna hjá okkur jólatrjáafætur, kerti og greinar. Jólatrjáasalan er opin milli 12-22 alla virka daga og 10-22 um helgar. Sölufólk okkar tekur vel á móti ykkur og býður upp á kakó og piparkökur. Í ár er einnig að finna á Flugvallarveginum sjálfumyndavél svo gestir og gangandi geta tekið af sér mynd við jólatrjáakaupin til...

Lesa meira

Þann 27. nóvember sl., voru liðin 69 ár síðan hópur góðra manna mætti á framhalds stofnfund Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Þar var gengið var frá lagamálum og öðru sem fylgdi stofnun félagsins. Þremur dögum áður, eða 24. nóvember, hafði formlegur stofndagur verið en þá mættu 28 menn til að ræða stofnun sveitarinnar auk þess sem stjórn var skipuð, farið var yfir tilgang sveitarinnar og sett í gang lagaskipun sem svo var kláruð á framhaldsfundinum 27. nóvember. Báðir þessir dagar hafa verið taldir til stofndags/afmælisdags sveitarinnar, en 24. nóvember hefur þó alla jafna verið talinn hinn eini rétti dagur og má meðal...

Lesa meira

Föstudaginn 22. nóvember hélt hundaflokkur FBSR kynningu fyrir 8. og 9. bekk í útivistartíma í Vogaskóla um störf leitarhunda. Þóra J. Jónasdóttir var fulltrúi flokksins, ásamt leitarhundunum Söru og Syrpu og hinni 12 vikna gömlu Mirru sem er að hefja þjálfun. Heimsóknin hófst með stuttu erindi frá Þóru en þar á eftir fengu krakkarnir að sjá leitarhundana að störfum. Ein úr nemendahópnum snerti pappírsþurrku áður en hún og vinkona löbbuðu úr skólanum og var pappírsþurrkan svo notuð sem lyktarsýni fyrir FBSR Söru, sporhund í þjálfun. Sara rakti sporin alveg heim til hennar, með 16 börn og einn kennara á hælunum. Eftir þetta fengu...

Lesa meira

Undanfarnar tvær vikur hefur nýskipað hús- og birgðasvið FBSR staðið í ströngu við tiltekt og viðhald í húsnæði sveitarinnar, bæði vélasal og bragga. Rýmin tvö eru nú orðin skínandi fín og tilbúin í komandi fjáröflunarvertíð. Jólatrjáasala FBSR hefst á föstudaginn 6. desember og stendur til 24. desember. Flugeldasalan verður svo opin 28.-31. desember á Flugvallarveginum og víðar. Hús- og birgasvið skipar góður hópur félaga í Flugbjörgunarsveitinni en forsvarsmenn sviðsins eru þeir Hafþór Sigurðsson og Óðinn Guðmundsson. Vinna haustsins hófst með tiltekt í bragganum og svo tók við tiltekt og gólf- og veggmálun í vélasalnum. Margir komu að verkunum og er...

Lesa meira

Merki