Flugvallarvegurinn klár í fjáraflanir

Flugvallarvegurinn klár í fjáraflanir

Undanfarnar tvær vikur hefur nýskipað hús- og birgðasvið FBSR staðið í ströngu við tiltekt og viðhald í húsnæði sveitarinnar, bæði vélasal og bragga. Rýmin tvö eru nú orðin skínandi fín og tilbúin í komandi fjáröflunarvertíð. Jólatrjáasala FBSR hefst á föstudaginn 6. desember og stendur til 24. desember. Flugeldasalan verður svo opin 28.-31. desember á Flugvallarveginum og víðar.

Hús- og birgasvið skipar góður hópur félaga í Flugbjörgunarsveitinni en forsvarsmenn sviðsins eru þeir Hafþór Sigurðsson og Óðinn Guðmundsson. Vinna haustsins hófst með tiltekt í bragganum og svo tók við tiltekt og gólf- og veggmálun í vélasalnum. Margir komu að verkunum og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf.Gólfmálun í vélasal (Hafþór Sigurðsson)Veggmálarar í fullu fjöri (Bergþór Guðmundsson)Eftir tiltekt í bragganum (Hafþór Sigurðsson).

Jólatrjáasalan verður sett upp á fimmtudaginn 5. desember og dyrnar opnast svo fyrir sölu á föstudaginn 6. desember. Venju samkvæmt verður alvöru jólastemning í boði alveg fram að hádegi 24. desember, með jólatónlist, kakói, piparkökum og hinum ýmsu tegundum jólatrjáa, bæði íslenskum og norskum. Félagar FBSR standa vaktina milli 12-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar og eins og alltaf verður hægt að fá tréin send heim að dyrum.

Í kjölfar jólatrjáasölunnar er svo komið að flugeldunum en sú sala stendur yfir frá 28.-31. desember. Sölustaðir FBSR eru á Flugvallarveginum, í Mjóddinni, Kringlunni og Norðlingaholti og opnunartími milli 10-22 nema á gamlársdag en þá lokum við klukkan 16.


Merki