News RSS
Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar 2022
Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík er opin frá 5. desember til 24. desember. Opnunartímar á Flugvallarvegi 7 eru: Helgar kl. 10-22 Virkir dagar kl. 12-22 24. desember kl. 9-13 Hægt er að mæta á Flugvallarveg 7 líkt og síðustu ár en einnig er hægt að kaupa vörur hér í vefverslun Flugbjörgunarsveitarinnar og sækja þær á Flugvallarveg 7 eða fá heimsent í Reykjavík og Kópavogi gegn vægu gjaldi. Í jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveitarinnar er hægt að kaupa nordmannsþin, stafafuru, blágreni og rauðgreni. Að auki er boðið upp á greinar, jólatrésfætur, pallafuru og kerti. Eins er hægt að kaupa bók Arngríms Hermannssonar, félaga í FBSR, sem nefnist...
Upphitunarprógram FBSR
Eins og fram kom í fjarkynningu um nýliðastarf FBSR fyrir nokkrum vikum var ákveðið að bíða með að hefja nýliðaþjálfunina formlega á meðan COVID-19 er kraumandi í samfélaginu og sóttvarnaraðgerðir síbreytilegar. Þess í stað bjóðum við áhugasömum að fræðast, kynnast sveitinni og hita upp fyrir alvöru þjálfun á röð fjarfunda. Netprógramið er þannig fyrst og fremst hugsað sem upphitun fyrir verðandi nýliða en það nýtist þó einnig inngegnum félögum í FBSR, t.d. þeim sem hafa dottið út úr starfi og vilja koma aftur. Þau Ragna Lára Ellertsdóttir, Hjalti Björnsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir hafa umsjón með prógraminu en ýmsir gestir...
Aðalfundur FBSR 2020
Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík var haldinn með pompi, prakt og tveggja metra sætisbili þann 10. september sl. Í venjulegu árferði er aðalfundur sveitarinnar haldinn að vori en vegna sóttvarnaaðgerða síðastliðið vor var ákveðið að fresta honum til hausts. Aðalfundurinn var haldinn á Hótel Natura, til móts við bækistöðvar FBSR í Öskjuhlíðinni, og þangað mættu ríflega 130 félagar. Að venju var farið yfir skýrslu stjórnar og ársreikninga áður en komið var skemmtilegasta dagskrárliðnum, inntöku nýrra félaga. Árgangurinn var sérstaklega stór og öflugur í ár og inn gengu 28 nýir Flubbar. Hamingjuóskir fá bæði þau nýinngengnu og sveitin öll með frábæra viðbót við...
Fjarkynning FBSR um nýliðastarf haustið 2020
Undanfarnar vikur hafa okkur borist fjölmargar fyrirspurnir um upphaf og fyrirkomulag á nýliðaþjálfun sveitarinnar í haust. Okkur þykir alltaf gaman að heyra af áhuga á starfinu en þar sem okkar margrómaða nýliðaþjálfun krefst mikillar nándar (t.d. í tjaldferðum og við æfingar á fyrstu hjálp) hefur verið ákveðið að bíða með að hefja nýliðaþjálfun formlega þar til COVID-19 lætur sig hverfa. Í millitíðinni bjóðum við áhugasömum að hita upp fyrir alvöru þjálfun og kynnast starfinu á röð fjarfunda í haust. Meðal efnis á fjarfundaröðinni verður umfjöllun um ferðamennsku, rötun, alls konar græjur og margt fleira sem tengist björgunarsveitarstarfinu. Fjarkynning á upphitunarprógramminu...
Viðbragðsvaktir FBSR í sumar
Í sumar stóð FBSR tvær viðbragðsvaktir. Þá fyrri í Dreka, norðan Vatnajökuls og þá síðari í Skaftafelli. Um er að ræða samvinnuverkefni björgunarsveita á landinu, sem skipta með sér sumrinu. Vakt FBSR sinnti ýmisskonar aðstoð við ferðalanga en tíminn var einnig nýttur til æfinga og landkönnunar. Meðal verkefna var aðhlynning eftir lítils háttar meiðsli, aðstoð vegna bilaðra bíla á afskekktum stöðum og vegalokun vegna óveðurs. Að auki var unnið að því með landvörðum að kanna og merkja leiðir og leiðbeina ferðalöngum. Frítíminn var einnig vel nýttur til bæði æfinga og styttri skemmtiferða. Frá Dreka var gengið á Herðubreið og keyrt...