Aðalfundur FBSR 2020

Aðalfundur FBSR 2020

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík var haldinn með pompi, prakt og tveggja metra sætisbili þann 10. september sl. Í venjulegu árferði er aðalfundur sveitarinnar haldinn að vori en vegna sóttvarnaaðgerða síðastliðið vor var ákveðið að fresta honum til hausts.

Aðalfundurinn var haldinn á Hótel Natura, til móts við bækistöðvar FBSR í Öskjuhlíðinni, og þangað mættu ríflega 130 félagar. Að venju var farið yfir skýrslu stjórnar og ársreikninga áður en komið var skemmtilegasta dagskrárliðnum, inntöku nýrra félaga. Árgangurinn var sérstaklega stór og öflugur í ár og inn gengu 28 nýir Flubbar. Hamingjuóskir fá bæði þau nýinngengnu og sveitin öll með frábæra viðbót við hópinn!Nýinngengir ásamt nýliðaþjálfurum og fráfarandi formanni stjórnar (Mynd: Jón Svavarsson).

Loks voru kjörnir nýir fulltrúar í nokkrar stöður í stjórn, m.a. formannsembættið, og er stjórn FBSR starfsárið 2020-2021 skipuð eftirfarandi:

  • Formaður: Viktor Örn Guðlaugsson
  • Varaformaður: Sveinn Hákon Harðarson
  • Gjaldkeri: Ingvi Stígsson
  • Meðstjórnendur:
    • Andrea Burgherr
    • Ásta Ægisdóttir
    • Leó Gunnar Víðisson
    • Ólafur MagnússonStjórn FBSR 2020-2021 (Mynd: Jón Svavarsson)

Um leið og við óskum nýjum stjórnarmeðlimum til hamingju með kjörið viljum við þakka fráfarandi stjórnarfólki fyrir vel unnin störf. Sérstakar þakkir fær Hjalti Björnsson, formaður FBSR 2017-2020, fyrir sitt stóra framlag í þágu sveitarinnar.

Ljósmyndir tók Jón Svavarsson.Birgir og Hjalti, fráfarandi ritari og formaður FBSR.Kosið um lagabreytingu.Fundarmenn að fylgjast með skýrslu stjórnar.


Merki