Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík 69 ára

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík 69 ára

Þann 27. nóvember sl., voru liðin 69 ár síðan hópur góðra manna mætti á framhalds stofnfund Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Þar var gengið var frá lagamálum og öðru sem fylgdi stofnun félagsins. Þremur dögum áður, eða 24. nóvember, hafði formlegur stofndagur verið en þá mættu 28 menn til að ræða stofnun sveitarinnar auk þess sem stjórn var skipuð, farið var yfir tilgang sveitarinnar og sett í gang lagaskipun sem svo var kláruð á framhaldsfundinum 27. nóvember.

Báðir þessir dagar hafa verið taldir til stofndags/afmælisdags sveitarinnar, en 24. nóvember hefur þó alla jafna verið talinn hinn eini rétti dagur og má meðal annars sjá það á fánum sem sveitin hefur gert sem og visku hinna eldri félaga. Þrátt fyrir að sá dagur sé liðinn finnst mér rétt að segja til hamingju með afmælið!

Á næsta ári verður svo stórt afmælisár, 70 ára afmælið. Afmælisnefnd hefur verið starfandi síðustu mánuði til að skipuleggja heljarinnar dagskrá á afmælisárinu, en hún mun forlega byrja í flugeldakaffinu 29. desember. Frekari dagskrá verður kynnt á næstunni og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru virkustu félgara sveitarinnar, aðrir sem eru lítið eða ekkert virkir en vilja kynnast starfinu betur á ný, þeir sem eru í besta forminu og vilja hlaupa upp öll fjöll eða þeir sem vilja frekar kynna sér sögu sveitarinnar eða koma á fjölskylduviðburði og kynna sveitarstarfið fyrir fjölskyldunni.


Merki