Jólatré og jólasveinar á Flugvallarveginum

Jólatré og jólasveinar á Flugvallarveginum

Jólatrjáasalan er hafin á Flugvallarveginum. Úrvalið er að venju mikið og trén hvert öðru fallegri, bæði íslensk og dönsk.

Hægt er að velja á milli íslenskrar stafafuru, rauðgrenis og blágrenis og svo er hinn sígildi normannsþinur auðvitað einnig til í ýmsum stærðum og gerðum. Einnig má finna hjá okkur jólatrjáafætur, kerti og greinar.

Jólatrjáasalan er opin milli 12-22 alla virka daga og 10-22 um helgar. Sölufólk okkar tekur vel á móti ykkur og býður upp á kakó og piparkökur. Í ár er einnig að finna á Flugvallarveginum sjálfumyndavél svo gestir og gangandi geta tekið af sér mynd við jólatrjáakaupin til að eiga og jafnvel deila á samfélagsmiðlum. Þá kemur jólasveinninn í heimsókn næstu tvo sunnudaga (15. og 22. des) milli 15-17.

Verið velkomin til okkar í ljúfa jólastemningu!


Merki