Liðsheild, traust og hæfni

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð árið 1950 í kjölfar Geysis slyssins. Sveitin hefur á að skipa mörgum færum einstaklingum sem hafa hlotið mikla þjálfun í ýmsum tegundum björgunarstarfs.

Flokkar sveitarinnar

Leitarflokkur

Leitarflokkur hefur á að skipa þeim aðilum sem hafa sérhæft sig í leitartækni og er sá hópur sem fyrstur er kallaður út þegar um leit að fólki á sér stað. Hlutverk leitarhóps er þá að framkvæma sérhæfð leitarverkefni og beita til þess fagkunnáttu sinni.

Hundaflokkur

Hundaflokkur heyrir undir Leitarflokk, en í hundaflokk eru þeir sem koma að sérhæfingu við þjálfun og notkun hunda til leitar. Hundaflokkur FBSR æfir reglulega með hundateymum úr öðrum björgunarsveitum undir skipulagi frá Björgunarhundasveit Íslands (BHSÍ) , sem einnig sér um námskeið og prófúttektir á hundateymum til útkalls skv. reglum SL. Hundateymin sérhæfa sig ýmist í leit á víðavangi, í snjóflóðum og/eða sértækum sporrakningum, þá með lyktarsýni frá hinum týnda.

Fjallaflokkur

Hópinn skipa einstaklingar sem hafa þjálfað sig upp í fjallamennsku og björgun í fjalllendi. Hlutverk hópsins er að sinna björgun einstaklinga af svæðum sem erfitt er að komast að hvort sem er í klettabeltum eða á torsæknum fjallstindum.

Bílaflokkur

Bílaflokkur hefur umsjón með öllum bílum sveitarinnar. Þá þarf bílaflokkur að manna bílstjórasæti í öllum ferðum og útköllum sveitarinnar. Að auki þarf að gefast tími til æfinga og viðhalds.

Sleðaflokkur

Sleðaflokkur Flugbjörgunarsveitarinnar er skipað þjálfuðum félögum sem hafa mikla reynslu af leit og björgun að vetrarlagi og margir þeirra hafa starfað sem leiðsögumenn á jöklum landsins.

Sjúkraflokkur

Sjúkraflokkur er skipaður af félagsmönnum sem bera þá ábyrgð að mennta nýliða jafnt og viðhalda kunnáttu félaga í skyndihjálp og notkun á sjúkrabúnað sveitarinnar. Flokkurinn heldur utan um allan sjúkrabúnað sveitarinnar og tryggir að búnaðurinn sé tilbúinn þegar útkallið kemur

Fallhlífaflokkur

Fallhlífa hópur hefur verið starfandi hjá FBSR síðan 1966. En FBSR er eina sveitin á landinu sem hefur fallhlífastökkvara innan sinna raða. Hópurinn hefur einu sinni stokkið í útkalli en nokkru sinnum verið virkjaður og eins hefur hópurinn farið á haf út með varahluti í skip. En fallhlífa hópur getur flutt mannskap og búnað hvert sem er á landinu á stuttum tíma.

Straumvatnsflokkur

Heimastjórn

Heimastjórn samanstendur af hópi fólks sem sinnir skipulagningu og ýmsum hagnýtum verkefnum í útköllum, yfirleitt frá bækistöð sveitarinnar. Heimastjórn setur til dæmis saman útkallshópa, skipuleggur búnaðarmál og skrásetur viðbragð FBSR. Hlutverk hópsins er að aðstoða björgunarfólk við að komist hratt og örugglega úr húsi og að styðja við það í og eftir útköll.

Björgunarsveit

Flugbjörgunarsveitin er staðsett á

Flugvallarvegi 7

Keyra á Flugvallarveg